Einn leikur fór fram í N1-deild karla í handbolta í dag þar sem FH vann ellefu marka sigur gegn Stjörnunni, 18-29, í Mýrinni í Garðabæ.
Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá FH með 8 mörk en Ásbjörn Friðriksson og Ólafur Gústafsson skoruðu 6 mörk hvor. Hjá Stjörnunni var Eyþór Magnússon markahæstur með 5 mörk.
FH komst með sigrinum upp að hlið granna sinna í Haukum í annað sæti deildarinnar með sjö stig, en Haukar eiga reyndar tvo leiki til góða á FH.
Stjarnan er í botnsæti deildarinnar með einn sigur í fyrstu sex leikjum sínum líkt og Fram.