Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndaflokksins mætti á kjörstað á Ísafirði um klukkan 10:15 í morgun. Fyrsti kjósandinn á kjörstað mætti klukkan 09:00 jafnvel þótt kjörfundur hæfist ekki fyrr en klukkan 10:00. Eftir að Guðjón Arnar hafði skilað atkvæði sínu í kassan hitti hann yfirkjörstjórn til þess að koma utankjörfundaratkvæði til skila.
Þegar út af kjörstað kom hitti hann félaga úr Lionsklúbbi Ísafjaðar og höndlaði af þeim harðfisk, en það er föst venja hjá Lionsmönnum að selja harðfisk fyrir utan kjörstað.
Guðjón Arnar búnn að kjósa
