Björgvin vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi 17. febrúar 2009 11:56 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu. Björgvin segir í yfirlýsingu sinni að góð sátt hafi náðst um að fara þessa leið á kjördæmisþingi flokksins en prófkjörið fer fram þann 7. mars næstkomandi. „Fyrir rúmlega tveimur árum fékk ég afgerandi stuðning í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í opnu prófkjöri," segir Björgvin. „Nú göngum við aftur til kosninga með skömmum fyrirvara. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í Suðurkjördæmi og gef kost á mér í 1. sæti á framboðslistans." Björgvin segir það áríðandi að bæði fólk og flokkar sæki sér endurnýjað umboð til kjósenda. „Því fagna ég því sérstaklega að Samfylkingin skuli velja þá nýstárlegu og lýðræðislegu leið að gefa öllum kjósendum í Suðurkjördæmi sem þess óska kost á að velja flokknum framboðslista þar sem tryggt er að bæði kynin eiga fulltrúa í efstu sætum." Björgin mun hafa opið hús til þess að kynna framboð sitt og helstu áherslumál á efri hæðinni í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi föstudag á milli kl. 17 og 19. „Hvet ég alla sem áhuga hafa á framboðinu og prófkjörinu að koma og hitta mig og mitt fólk að máli. Í næstu viku verður önnur slík samkoma á vegum framboðsins á Víkinni í Reykjanesbæ." Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu. Björgvin segir í yfirlýsingu sinni að góð sátt hafi náðst um að fara þessa leið á kjördæmisþingi flokksins en prófkjörið fer fram þann 7. mars næstkomandi. „Fyrir rúmlega tveimur árum fékk ég afgerandi stuðning í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í opnu prófkjöri," segir Björgvin. „Nú göngum við aftur til kosninga með skömmum fyrirvara. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í Suðurkjördæmi og gef kost á mér í 1. sæti á framboðslistans." Björgvin segir það áríðandi að bæði fólk og flokkar sæki sér endurnýjað umboð til kjósenda. „Því fagna ég því sérstaklega að Samfylkingin skuli velja þá nýstárlegu og lýðræðislegu leið að gefa öllum kjósendum í Suðurkjördæmi sem þess óska kost á að velja flokknum framboðslista þar sem tryggt er að bæði kynin eiga fulltrúa í efstu sætum." Björgin mun hafa opið hús til þess að kynna framboð sitt og helstu áherslumál á efri hæðinni í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi föstudag á milli kl. 17 og 19. „Hvet ég alla sem áhuga hafa á framboðinu og prófkjörinu að koma og hitta mig og mitt fólk að máli. Í næstu viku verður önnur slík samkoma á vegum framboðsins á Víkinni í Reykjanesbæ."
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira