Enn eitt áfallið fyrir bandarískan hafnarbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2009 08:52 Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði. Erlendar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira
Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði.
Erlendar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira