Zlatan Ibrahimovic getur skoraði í sjötta deildarleiknum í kvöld þegar Barcelona mætir Almeria í spænsku úrvalsdeildinni. Takist það verður hann fyrsti leikmaður Barcelona til þess að skora í sex fyrstu umferðunum tímabilsins.
Leikurinn fer fram á Camp Nou og allar aðstæður ættu að vera í boði fyrir Svíann að halda draumabyrjun sinni áfram. Barcelona vann Almeria 5-0 á Camp Nou í fyrra.
Ibrahimovic mun þar bæta met Cesar Rodriguez sem er orðið 59 ára gamal. Cesar Rodriguez skoraði níu mörk í fyrstu fimm leikjum Barcelona tímabilið 1950-51.
Zlatan er líka farinn að nálgast annað félagsmet en Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði í tíu leikjum í röð tímabilið 1996-97.