Rafael Nadal mátti þakka fyrir að komast áfram í þriðju umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í nótt.
Nadal mætti Þjóðverjanum Nicolas Kiefer og vann 6-0, 3-6, 6-3 og 6-4. Nadal mætir næst öðrum Spánverja, Nicolas Almagro.
Nadal er enn að jafna sig eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og var því ekki upp á sitt besta í nótt. Hann byrjaði mjög vel en gerði svo mörg mistök í öðru settinu.
Leikar voru jafnir í þriðja settinu en Nadal náði að skríða fram úr að lokum og fagnaði svo góðum sigri.
Bretinn Andy Murray lenti í örlitlum vandræðum með Paul Capdeville í nótt en vann að lokum öruggan sigur, 6-2, 3-6, 6-0 og 6-2. Murray mætir næst Bandaríkjamanninum Taylor Dent.
Williams-systurnar eru báðar komnar áfram í fjórðu umferð í einliðaleik kvenna eftir örugga sigra á andstæðingum sínum í nótt.
Serena Williams mætir næst Denielu Hantuchova en Venus leikur gegn Kim Clijsters.
Erfitt hjá Nadal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
