Adriano var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að veita andstæðingi sínum hnefahögg í sigri Inter á Sampdoria í gær.
Dómarinn tók ekki eftir því þegar að Adriano sló Daniele Gastaldello, leikmann Sampdoria, í leiknum en ítölsk knattspyrnuyfirvöld að ákvörðunin hafi verið byggð á sjónvarpsupptökum af atvikinu.
Adriano skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik og endurheimti Inter þar með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Inter, tók út leikbann í leiknum en verður klár í slaginn í næsta leik.