Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli 25. apríl 2009 07:00 Mynd/GVA Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira