Fótbolti

Zlatan átti kvöldið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan hlaut þrenn verðlaun í kvöld.
Zlatan hlaut þrenn verðlaun í kvöld.

Árið 2008 í ítalska boltanum var gert upp við hátíðlega athöfn í kvöld. Þá voru nokkurskonar óskarsverðlaun ítalska boltans veitt í galaboði sem sýnt var í beinni útsendingu í ítalska sjónvarpinu.

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic stal senunni en hann var kjörinn besti leikmaðurinn, besti erlendi leikmaðurinn og fékk einnig verðlaun fyrir að eiga fallegasta markið.

Alessandro Del Piero var kjörinn besti ítalski leikmaðurinn 2008 og þá fengu liðsfélagar hans hjá Juventus, Giorgio Chiellieni og Gianluigi Buffon einnig verðlaun.

Hér að neðan má sjá verðlaunahafa kvöldsins:

Besti leikmaðurinn: Zlatan Ibrahimovic (Inter)

Besti ítalski leikmaðurinn: Alessandro Del Piero (Juventus)

Besti erlendi leikmaðurinn: Zlatan Ibrahimovic (Inter)

Besti ungi leikmaðurinn: Marek Hamsik (Napoli)

Besti markvörðurinn: Gigi Buffon (Juventus)

Besti varnarmaðurinn: Giorgio Chiellini (Juventus)

Besti þjálfarinn: Cesare Prandelli (Fiorentina)

Besti dómarinn: Roberto Rosetti

Fallegasta markið: Zlatan Ibrahimovic (Inter)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×