Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.
Steinþór sótti um styrk hjá vinnuveitanda sínum, Landsbanbkanum, en Þorsteinn sóttist eftir styrk frá FL Group. Þeir segja að fyrirtækin sjálf hafi ákveðið upphæð styrkjanna.
Þorsteinn var stór hluthafi í FL Group og sat í stjórn félagsins.