Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2009 18:39 Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira