Argentínumaðurinn Esteban Cambiasso hefur framlengt samning sinn við Inter á Ítalíu til loka tímabilsins 2014.
Gamli samningurinn hans átti að renna út í lok næsta tímabils en báðir aðilar voru áhugasamir um að ganga frá nýja samningnum sem fyrst.
Cambiasso kom til Inter frá Real Madrid árið 2004 eftir að spænska liðinu mistókst að fá hann til að framlengja samning sinn þar.