Fótbolti

Ferguson óttast ekki gervigrasið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd þurfi að leika á gervigrasi gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

Enska landsliðið tapaði fyrir Rússum á gervigrasi og Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, gagnrýndi völlinn harðlega eftir leikinn gegn CSKA í UEFA-bikarnum í fyrra.

Ferguson hefur samt ekki áhyggjur.

„Ég hef ekki yfir neinu að kvarta varðandi völlinn. Þegar Luton og QPR voru með gervigras lékum við alltaf vel á því. Árangur okkar á gervigrasi var frábær og það var þegar gervigrasvellirnir voru ekki einu sinni góðir eins og þeir eru í dag," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×