Wesley Sneijder, leikmaður Inter á Ítalíu, meiddist í leik liðsins gegn Calcio Catania um helgina og verður frá næstu tvær vikurnar.
Sneijder skoraði annað marka Inter úr leiknum beint úr aukaspyrnu en fór svo meiddur af velli vegna tognunar.
Það er því allt útlit fyrir að Sneijder missi af leik Inter og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.
Inter er í neðsta sæti síns riðils í Meistaradeildinni með þrjú stig eftir jafn marga leiki. Liðið er þó á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Sneijder frá í tvær vikur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn