Kristján Þór í formanninn 22. mars 2009 16:47 Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00
Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01