Hlutabréfaaukning Debenhams fær dræmar undirtektir 23. júní 2009 08:41 Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Í umfjöllun um málið í RetailWeek segir að fjárfestum hafi verið boðin rúmlega 242 milljónir punda í nýju hlutafé, í opnunartilboði, en hingað til hafa þeir aðeins skráð sig fyrir rúmlega 73 milljónum punda. Áætlanir Debenhams ganga út á að afla 323 milljóna punda í nýju fjármagni á þessu ári. Baugur átti 13% í Debenhams þegar Baugur komst í þrot. HSBC bankinn seldi þann hlut í apríl s.l. með miklu tapi. Hinir nýju hlutir í Debenhams voru í upphafi boðnir á 80% af nafnverði en sem fyrr segir seldust aðeins rúm 30% af þeim. Afganginum eða 169 milljónum punda verður skipt upp á milli núverandi hluthafa keðjunnar. Debenhams glímir við gríðarlegan skuldahala, eða tæplega milljarð punda, og segir forstjóri keðjunnar, Rob Templeman að hann vilji gjarnan losna við þá upphæð út úr bókhaldinu. Hluthafafundur verður haldinn hjá Debenhams í dag þar sem reiknað er með að hluthafar samþykki fyrrgreindt opnunartilboð á nýju hlutafé. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Í umfjöllun um málið í RetailWeek segir að fjárfestum hafi verið boðin rúmlega 242 milljónir punda í nýju hlutafé, í opnunartilboði, en hingað til hafa þeir aðeins skráð sig fyrir rúmlega 73 milljónum punda. Áætlanir Debenhams ganga út á að afla 323 milljóna punda í nýju fjármagni á þessu ári. Baugur átti 13% í Debenhams þegar Baugur komst í þrot. HSBC bankinn seldi þann hlut í apríl s.l. með miklu tapi. Hinir nýju hlutir í Debenhams voru í upphafi boðnir á 80% af nafnverði en sem fyrr segir seldust aðeins rúm 30% af þeim. Afganginum eða 169 milljónum punda verður skipt upp á milli núverandi hluthafa keðjunnar. Debenhams glímir við gríðarlegan skuldahala, eða tæplega milljarð punda, og segir forstjóri keðjunnar, Rob Templeman að hann vilji gjarnan losna við þá upphæð út úr bókhaldinu. Hluthafafundur verður haldinn hjá Debenhams í dag þar sem reiknað er með að hluthafar samþykki fyrrgreindt opnunartilboð á nýju hlutafé.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira