Hlutabréfaaukning Debenhams fær dræmar undirtektir 23. júní 2009 08:41 Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Í umfjöllun um málið í RetailWeek segir að fjárfestum hafi verið boðin rúmlega 242 milljónir punda í nýju hlutafé, í opnunartilboði, en hingað til hafa þeir aðeins skráð sig fyrir rúmlega 73 milljónum punda. Áætlanir Debenhams ganga út á að afla 323 milljóna punda í nýju fjármagni á þessu ári. Baugur átti 13% í Debenhams þegar Baugur komst í þrot. HSBC bankinn seldi þann hlut í apríl s.l. með miklu tapi. Hinir nýju hlutir í Debenhams voru í upphafi boðnir á 80% af nafnverði en sem fyrr segir seldust aðeins rúm 30% af þeim. Afganginum eða 169 milljónum punda verður skipt upp á milli núverandi hluthafa keðjunnar. Debenhams glímir við gríðarlegan skuldahala, eða tæplega milljarð punda, og segir forstjóri keðjunnar, Rob Templeman að hann vilji gjarnan losna við þá upphæð út úr bókhaldinu. Hluthafafundur verður haldinn hjá Debenhams í dag þar sem reiknað er með að hluthafar samþykki fyrrgreindt opnunartilboð á nýju hlutafé. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Í umfjöllun um málið í RetailWeek segir að fjárfestum hafi verið boðin rúmlega 242 milljónir punda í nýju hlutafé, í opnunartilboði, en hingað til hafa þeir aðeins skráð sig fyrir rúmlega 73 milljónum punda. Áætlanir Debenhams ganga út á að afla 323 milljóna punda í nýju fjármagni á þessu ári. Baugur átti 13% í Debenhams þegar Baugur komst í þrot. HSBC bankinn seldi þann hlut í apríl s.l. með miklu tapi. Hinir nýju hlutir í Debenhams voru í upphafi boðnir á 80% af nafnverði en sem fyrr segir seldust aðeins rúm 30% af þeim. Afganginum eða 169 milljónum punda verður skipt upp á milli núverandi hluthafa keðjunnar. Debenhams glímir við gríðarlegan skuldahala, eða tæplega milljarð punda, og segir forstjóri keðjunnar, Rob Templeman að hann vilji gjarnan losna við þá upphæð út úr bókhaldinu. Hluthafafundur verður haldinn hjá Debenhams í dag þar sem reiknað er með að hluthafar samþykki fyrrgreindt opnunartilboð á nýju hlutafé.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira