Borgarahreyfingin fordæmir ríkisstjórnina 27. mars 2009 15:26 Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing fordæmir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum. „Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör," segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni. „Það bendir til þess að hugur fylgi ekki máli. Frumvarpið um persónukjör felur í sér eitt varfærnislegt en mikilvægt skref í átt til aukinna áhrifa almennra kjósenda á Íslandi. Auknu lýðræði. Rök sem tínd hafa verið til gegn frumvarpinu - fyrst af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en síðan af þingmönnum stjórnarflokkanna eftir að þeir höfðu sjálfir tryggt sér örugg þingsæti í lokuðum prófkjörum - eiga það sameiginlegt að vera veikburða. Íslensk stjórnvöld brugðust þjóðinni og í kjölfar efnahagshruns er brýnt að verða við kröfunni um aukin áhrif kjósenda," segir ennfremur. Að lokum er þess krafist að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, og Framsóknarflokkurinn, efni sín heit við kjósendur, standi við orð sín og afgreiði frumvarpið um persónukjör með einföldum meirihluta á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir. „Borgarahreyfingin - þjóðin á þing mun láta almennum kjósendum eftir að raða frambjóðendum á sínum framboðslistum 25. apríl. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að flokkarnir sem standa að ríkisstjórninni taki höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn og svíki þar með kjósendur um þann valkost sem persónukjör er," segir að lokum. Kosningar 2009 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing fordæmir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum. „Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör," segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni. „Það bendir til þess að hugur fylgi ekki máli. Frumvarpið um persónukjör felur í sér eitt varfærnislegt en mikilvægt skref í átt til aukinna áhrifa almennra kjósenda á Íslandi. Auknu lýðræði. Rök sem tínd hafa verið til gegn frumvarpinu - fyrst af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en síðan af þingmönnum stjórnarflokkanna eftir að þeir höfðu sjálfir tryggt sér örugg þingsæti í lokuðum prófkjörum - eiga það sameiginlegt að vera veikburða. Íslensk stjórnvöld brugðust þjóðinni og í kjölfar efnahagshruns er brýnt að verða við kröfunni um aukin áhrif kjósenda," segir ennfremur. Að lokum er þess krafist að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, og Framsóknarflokkurinn, efni sín heit við kjósendur, standi við orð sín og afgreiði frumvarpið um persónukjör með einföldum meirihluta á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir. „Borgarahreyfingin - þjóðin á þing mun láta almennum kjósendum eftir að raða frambjóðendum á sínum framboðslistum 25. apríl. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að flokkarnir sem standa að ríkisstjórninni taki höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn og svíki þar með kjósendur um þann valkost sem persónukjör er," segir að lokum.
Kosningar 2009 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira