Fótbolti

Sneijder: Real Madrid hefur komið illa fram við mig

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Nordic photos/AFP

Flest virðist nú benda til þess að hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder gangi til liðs við Inter frá Real Madrid en hvorugt félag hefur þó enn staðfest félagsskiptin.

Sneijder gefur í skyn að honum hafi verið bolað út af forráðamönnum Real Madrid í viðtali við Marca í dag.

„Það sem gerðist er mjög skrýtið. Real Madrid hefur komið illa fram við mig í þessu máli en ég vill ekki fara nánar ofan í þetta að svo stöddu. Ég er að ganga til liðs við frábært félag og það er það sem skiptir máli núna," er haft eftir Sneijder í vitðali við Marca.

Fastlega var búist við því að Sneijder yrði á meðal þeirra leikmanna sem myndu yfirgefa Real Madrid í sumar eftir komu Kaka, Cristiano Ronaldo, Xabi Alonso og fleiri og nú virðist sem það verði niðurstaðan.

Útlit var fyrir að Sneijder myndi fara til Inter fyrr í mánuðnum en þá var skyndilega hætt við allt saman. Forráðamenn Real Madrid virðast nú hins vegar hafa tekið u-beygju varðandi framtíð Sneijder og gert allt til þess að losa hann frá félaginu.

Kauptilboð Inter er sagt nema um 15 milljónum evra en Real Madrid borgaði 27 milljónir evra fyrir leikmanninn sumarið 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×