Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Sundfélaginu Ægi hefur verið í miklum ham á Heimsmeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu.
Jakob Jóhann gerði sér lítið fyrir og setti sitt þriðja Íslandsmet á mótinu í morgun þegar hann keppti í 200 metra bringusundi og synti á tímanum 2:12,39 en gamla metið hans frá árinu 2006 var 2:14,70.
Íslandsmetstíminn skilaði Jakobi Jóhanni í 41. sæti af 84 keppendum.