Brasilíska undrabarnið Alexandre Pato hefur líst yfir áhuga á að vera áfram í herbúðum AC Milan þrátt fyrir að breskir og ítalskir fjölmiðlar hafi bendlað hann við endurfundi við knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti hjá Chelsea.
„Ég hef lesið einhverjar fréttir um að ég sé á förum en ég læt bara umboðsmann minn og félagið mitt um að höndla þau mál. Ég vill vinna allt með AC Milan og er ekkert að spá í þetta." segir Pato í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag.
Hinn 19 ára Pato átti frábært tímabil með AC Milan á nýafstaðinni leiktíð þar sem hann skoraði 15 mörk en þetta er aðeins önnur leiktíð hans með ítalska stórliðinu eftir félagsskipti hans frá Internacional í Brasilíu á tæpar 20 milljónir punda. Pato er nú metinn á helmingi hærra verð.