Líklegt er að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni refsa Didier Drogba fyrir hegðun hans eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Þetta sagði David Taylor, framkvæmdarstjóri sambandsins, í samtali við fréttastofu BBC.
„Við eigum von á því að grípa til aðgerða," sagði Taylor en Drogba mótmælti mjög dómgæslunni í leiknum og gekk mjög hart fram.
„Þetta var ekki falleg sjón og ekki sú fyrirmynd sem UEFA vill að knattspyrnumenn gefi."