Arsene Wenger segist vongóður um að Arsenal komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið náði 1-1 jafntefli við Villarreal á útivelli í kvöld.
Marcos Senna kom Villarreal yfir með miklum þrumufleyg í upphafi leiks en Emmanuel Adebayor jafnaði metin með ekki síður glæsilegra marki í síðari hálfleik.
„Villarreal byrjaði betur og setti okkur í erfiða stöðu. Viðbrögð okkar voru hins vegar mjög góð," sagði Wenger. „Við tókum svo völdin í seinni hálfleik og erum nú í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Við viljum tryggja okkur áfram á heimavelli og byggja á síðari hálfleiknum í kvöld."
„Ég er vongóður um að það takist því við höfum sýnt mikinn andlegan styrk og vilja."
