Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson 30. september 2009 11:11 Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira