Köln hefur nú formlega gengið frá kaupum á framherjanum Lukas Podolski frá Bayern Munchen.
Þýski landsliðsmaðurinn var hjá Köln áður en hann fór til Bayern, en vistaskiptin lukkuðust ekki eins vel og til var ætlað.
Podolski gekk í raðir Bayern frá Köln árið 2006 eftir að hafa gert gott mót á HM í heimalandi sínu, en nú er hinn 23 ára gamli leikmaður kominn aftur til Kölnar þar sem hann vakti fyrst athygli fyrir góðan leik.