Fljótlega fjárfest úr Bjarkarsjóði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 24. júní 2009 03:00 Baldur Már Helgason Allt um Björk vekur athygli erlendis, ekki síst þegar nafn tónlistarkonunnar tengist íslenskum sprotafyrirtækjum, segir sjóðsstjóri sprotasjóðsins Bjarkar. Markaðurinn/vilhelm „Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum. Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
„Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum.
Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira