Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum 2. september 2009 08:52 Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons. Eins og áður hefur komið fram skilaði Hamleys töluverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Höfuðástæðan var að salan minnkaði um 12% frá október í fyrra og fram til mars. Hinsvegar hefur þessi þróun snúist við síðan og jókst salan milli mars og júní í ár um 5%. Breska blaðið The Times greindi nýlega frá því að auk þess að opna nýjar verslanir í Jódaníu, Dubai og Dublin á síðasta ári ætlar keðjan að opna verslanir í Glasgow, Leeds, Manchester, Cardiff og Mumbai á þessu ári. Þar að auki eru uppi áform um að setja upp sölustaði fyrir leikföng Hamleys á alþjóðlegum flugvöllum. Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys segir í samtali við Times að það sé mikilvægt að taka aukna útbreiðslu keðjunnar eitt skref í einu. „Síðasta ár var viðburðarríkt hjá okkur," segir Guðjón. „En við tókum ákvarðanir um að straumlínulaga starfsemina." Alasdair Dunn fjármálastjóri Hamleys segir að hið óvenjulega eignarhald á Hamleys hamli þeim ekki. „Bæði Landsbankinn og Fons eru með hagsmuni kröfuhafa í huga og hafa sagt að þeir vilji hámarka virði keðjunnar til lengri tíma litið," segir Dunn.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira