Fótbolti

Emil og félagar spila fyrr út af úrslitaleik Meistaradeildarinnar

NordicPhotos/GettyImages

Leik Lazio og Reggina í ítölsku A-deildinni sem fara átti fram næsta sunnudag verður haldinn strax á miðvikudaginn til að hliðra fyrir undirbúningi fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 27. maí nk.

Venja er að allir leikirnir í næstsíðustu umferð í A-deildinni séu spilaðir á sama tíma, en Uefa bað ítalska knattspyrnusambandið að gera undanþágu á reglunni vegna úrslitaleiksins í Evrópukeppninni.

Þetta samþykktu Ítalirnir þó vægi leiksins á miðvikudaginn verði talsvert, því Emil Hallfreðsson og félagar hjá Reggina eru í bullandi fallslag.

Það á svo eftir að koma í ljós hvort það reynist Emil Hallfreðssyni og félögum miður að spila næst síðasta leik sinn á undan hinum liðunum í fallslagnum.

Reggina er í næst neðsta sæti í deildinni með 30 stig, þremur minna en Torino og Bologna. Síðastnefnda liðið er utan við fallsvæðið á markamun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×