Þjóðin segi já eða nei 7. ágúst 2009 06:00 Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun