Þar skall hurð nærri hælum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 18. maí 2009 06:00 Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Ætterni okkar getum við að miklu leyti rakið til Norðmanna sem þrifust illa í ströngum aga heimafyrir. Hingað til Íslands fluttu óþekktarormarnir og enn sér þess nokkur merki í skaplyndi frændþjóðanna. Á meðan við spændum upp auðlindirnar og spreðuðum þeim í allskyns partý og vitleysu eins og enginn væri morgundagurinn, fara Norðmenn enn snemma í háttinn og dunda sér við víðavangshlaup og sparnað í frístundum. En eins og gamla góða frændur sem horfa með góðlátlegu yfirlæti á gelgjustælana í unglingnum er dálítið notalegt að eiga þá að þegar í harðbakkann slær. Talandi um yfirlæti. Hin glæsilega Jóhanna Guðrún, sem við munum síðast í hlutverki barnastjörnunnar, flutti lag sem léttilega mætti heimfæra upp á Hrunið: Er það satt, er þetta búið? Hún stóð sig nógu vel til að vinna Evróvisjón nú um helgina. Reyndar munaði ekki nema hársbreidd. Hefðu Norðmenn spilað út einum af sínum venjubundnu slögurum værum við Íslendingar nú sigurvegarar og þar með sannarlega þjóð í enn meiri vanda. Með buxurnar á hælunum í peningamálum þyrftum við engu að síður að halda fjölþjóðlega keppni í glysi og sýndarmennsku að ári. Spjátrungseðlið sem við tókum í arf frá umræddum forfeðrum og kom okkur að lokum á alþjóðlega vanskilaskrá, hefði séð til þess að þeirri keppni væri ætlað að toppa allar þær sem á undan komu. Sama hvað. Með eldgamla Laugardalshöll og fokhelt tónlistarhús hefðu kostirnir samt ekki verið margir. Í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón hefði keppnin verið haldin í leigutjaldi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Okkur hefur verið forðað frá sögulegri niðurlægingu. Takk, Jóhanna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Ætterni okkar getum við að miklu leyti rakið til Norðmanna sem þrifust illa í ströngum aga heimafyrir. Hingað til Íslands fluttu óþekktarormarnir og enn sér þess nokkur merki í skaplyndi frændþjóðanna. Á meðan við spændum upp auðlindirnar og spreðuðum þeim í allskyns partý og vitleysu eins og enginn væri morgundagurinn, fara Norðmenn enn snemma í háttinn og dunda sér við víðavangshlaup og sparnað í frístundum. En eins og gamla góða frændur sem horfa með góðlátlegu yfirlæti á gelgjustælana í unglingnum er dálítið notalegt að eiga þá að þegar í harðbakkann slær. Talandi um yfirlæti. Hin glæsilega Jóhanna Guðrún, sem við munum síðast í hlutverki barnastjörnunnar, flutti lag sem léttilega mætti heimfæra upp á Hrunið: Er það satt, er þetta búið? Hún stóð sig nógu vel til að vinna Evróvisjón nú um helgina. Reyndar munaði ekki nema hársbreidd. Hefðu Norðmenn spilað út einum af sínum venjubundnu slögurum værum við Íslendingar nú sigurvegarar og þar með sannarlega þjóð í enn meiri vanda. Með buxurnar á hælunum í peningamálum þyrftum við engu að síður að halda fjölþjóðlega keppni í glysi og sýndarmennsku að ári. Spjátrungseðlið sem við tókum í arf frá umræddum forfeðrum og kom okkur að lokum á alþjóðlega vanskilaskrá, hefði séð til þess að þeirri keppni væri ætlað að toppa allar þær sem á undan komu. Sama hvað. Með eldgamla Laugardalshöll og fokhelt tónlistarhús hefðu kostirnir samt ekki verið margir. Í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón hefði keppnin verið haldin í leigutjaldi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Okkur hefur verið forðað frá sögulegri niðurlægingu. Takk, Jóhanna!
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun