Fótbolti

Ítalskir fjölmiðlar segja starf Mourinho í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Inter.
Jose Mourinho, stjóri Inter. Nordic Photos / AFP

Ítalskir fjölmiðlar halda því margir hverjir fram í dag að Jose Mourinho verði rekinn frá Inter ef liðinu mistekst að vinna sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Inter tapaði fyrir Barcelona, 2-0, í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið og þarf því á sigri að halda gegn Rubin Kazan í lokaumferð riðlakeppninnar í byrjun desember.

Fjölmiðlar á Ítalíu segja að Massimo Moratte, forseti Inter, sé ekki reiðubúinn að líða það að komast ekki áfram upp úr riðlakeppninni.

Inter datt í fyrra úr leik í Meistaradeildinni í 16-liða úrslitunum er liðið tapaði fyrir Manchester United. Mourinho gerði þó liðið að ítölskum meisturum um vorið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×