Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf.
„Við fögnum því þetta sem skiptir fjölskyldarnar í landinu miklu máli," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Frumvarp allsherjarnefndar um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði var tekið til 2. umræðu og þá er ráðgert að ræða frumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt og hærri vaxtabætur síðar í dag. Af því loknu verður umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið framhaldið.
Stjórnarskrárfrumvarpið fært til í dagskrá
