Fótbolti

Mourinho ósáttur með fyrirliða ítalska landsliðsins

Ómar Þorgeirsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn málglaði José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter er þessa dagana ekki sérlega ánægður með varnarmanninn og fyrirliðann Fabio Cannavaro hjá juventus og ítalska landsliðinu.

Mourinho sakar Cannavaro um að reyna að sannfæra Davide Santon, leikmann Inter og ítalska landsliðsins, um að skipta um félag til þess að fá að spila meira.

„Cannavaro er leikmaður en talar eins og þjálfari, yfirmaðurmaður knattspyrnumála eða forseti. Hann á ekki að vera að blanda sér í mál sem koma honum ekkert við. Hann er líka ekki sannfærandi í málfluttningi sínum þar sem hann gleymir að hjá Juventus eru hann sjálfur og Giorgio Chiellini í liðinu á kostað Nicola Legrottaglie.

Á Nicola þá að leita sér að nýju félagi í janúar til þess að auka möguleika sína á að komast á lokakeppni HM 2010 með Ítalíu?," spyr Mourinho pirraður í samtali við Inter-tv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×