Nú er komið í ljós hvaða lið leika í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna eftir leiki dagsins. Fjórir leikir fóru fram í dag þar sem Fylkir, ÍBV, Völsungur og Stjarnan komust áfram.
ÍBV og Völsungur spilar í 1. deildinni en öll hin í úrvalsdeild.
Dregið verður í 8-liða úrslit í hádeginu á mánudag og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Valur, Breiðablik, KR og Þór/KA höfnuðu í fjórum efstu sætum efstu deildar síðasta árs og eiga því trygg sæti í 8-liða úrslitum.
Úrslit dagsins:
Haukar 1-3 Fylkir
ÍR 0-5 Stjarnan
Sindri 1-4 Völsungur
Afturelding/Fjölnir 1- 3 ÍBV
Völsungur og ÍBV í pottinum á mánudag

Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Fleiri fréttir
