Bankaráð Landsbankans samþykkti ekki 25 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og hafði enga vitneskju um það. Þetta staðhæfir Ásgeir Friðgeirsson, sem var aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs.
Styrkurinn var hinsvegar ekki svo hár að sérstakt samþykki bankastjórnar þyrfti til. Þeir einu sem höfðu heilmild til þess að styrkja flokkinn með upphæðinni aðrir en stjórn bankans, voru bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason eða Halldór J. Kristjánsson.
Forysta Sjálfstæðisflokksins upplýsti það fyrr í kvöld að flokkurinn hefði þegið svo háa styrki frá Landsbankanum annarsvegar og FL Group hinsvegar. Geir H. Haarde sendi frá sér yfirlýsingu málsins þar sem hann sagðist bera fulla ábyrgð á báðum styrkjunum.Hann er staddur í krabbameinsmeðferð í Hollandi.
Nýr formaður flokksins, Bjarni Benediktsson sagði einnig í tilkynningu að hann harmaði atvikið. Flokkurinn hyggst endurgreiða styrkina, samtals 55 milljónir króna.