Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag útnefnd Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2008.
Katrín fór fyrir liði Íslandsmeistara Vals síðastliðið sumar og spilaði svo stórt hlutverk í íslenska kvennalandsliðinu sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM - fyrst íslenskra A-landsliða.
Í dag voru veittar viðurkenningar úr Afreks- og styrktarstjóði Reykjavíkur og þá fengu níu íþróttamenn úr borginni viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu sem leið.
Þeir níu íþróttamenn sem hlutu 50,000 króna styrk að þessu sinni voru eftirfarandi:
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr ÁrmanniBerglind Íris Hansdóttir handboltakona úr Val
Eyþór Þrastarson sundmaður úr ÍFR
Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur
Katrín Jónsdóttir knattspyrnukona úr Val
Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona úr TBR
Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR
Þorbjörg Ágústsdóttir skylmingakona úr Skylmingafélagi Reykjavíkur
Þormóður Jónsson júdómaður úr Jódófélagi Reykjavíkur