Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli.
Gunnleifur Gunnleifsson er í markinu og er valinn fram yfir Árna Gaut Arason. Ekkert óvænt er í vörn Íslands.
Á miðjunni er þrír menn, Stefán, Pálmi Rafn og Helgi Valur. Þá eru báðir kantmennirnir frekar varnarsinnaðir. Eiður Smári er svo fremstur.
Byrjunarlið Íslands í leikkerfinu 4-5-1:
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson
Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og Kristján Örn Sigurðsson
Tengiliðir: Stefán Gíslason, Pálmi Rafn Pálmason og Helgi Valur Daníelsson
Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson
Vinstri kantur: Bjarni Ólafur Eiríksson
Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
