Íslenska U17 ára landslið kvenna hóf leik í dag í riðlakeppni EM með fræknu jafntefli gegn ríkjandi Evrópumeisturum, Þjóðverjum. Um gríðarlega mikilvægt stig gæti verið að ræða.
Gestirnir sóttu mikið til að byrja með en stelpurnar stóðu áhlaupið af sér. Þýska liðið var meira með boltann allan leikinn eins og búast mátti við en íslensku stelpurnar fögnuðu vel og innilega þegar flautað var til leiksloka.
Í hinum leik riðilsins vann Frakkland stórsigur á Ísrael, 8-0.
Ísland mætir Frökkum í lykilleik á sunnudag í Grindavík klukkan 13. Með sigri eða jafntefli þar á Ísland góða möguleika í framhaldinu.
Frábær úrslit fyrir U-17 ára liðið

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

