Þýska liðið Köln ætlar að leggja fram lánstilboð í brasilíska landsliðsmanninn Elano hjá Manchester City. Elano átti ekki fast sæti í liði City á síðustu leiktíð og má reikna með því að hann muni eiga erfitt uppdráttar á komandi tímabili miðað við kaupæði félagsins.
Köln er með alla arma úti á leikmannamarkaðnum en félagið gekk um helgina frá samningi við portúgalska miðjumanninn Maniche sem lék meðal annars með Chelsea á sínum tíma.