Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið 4. febrúar 2009 08:57 Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf