Fjallabræður sigla til Færeyja 7. febrúar 2009 03:30 Tónleikar á síðustu menningarnótt en nú eru það Færeyjar sem bíða, G-festival í sumar. Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira