Klassík í hádeginu 1. október 2008 04:00 Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu. Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira