Forstjóri Woolworths kveður 18. júní 2008 09:32 Ein af verslunum Woolworths. Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira