Forstjóri Woolworths kveður 18. júní 2008 09:32 Ein af verslunum Woolworths. Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira