Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær.
Viðskipti voru stöðvuð með bréf í félögunum þremur eftir ríkisvæðingu bankanna þriggja 6. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef Kauphallarinnar sama dag sagði ákvörðunina tekna til að vernda jafnræði fjárfesta. Fyrr um morguninn voru þau, ásamt bréfum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, sett á athugunarlista vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta.
Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun um það hvenær viðskipti hefjast á ný með hlutabréf fjármálafyrirtækjanna. „Staða þeirra er metin á hverjum degi," segir Úrsúla Ingvarsdóttir, talsmaður Fjármálaeftirlitsins.
Í daglegri skoðun

Mest lesið


Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent


Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent