Sparka í pung melódíunnar 5. desember 2008 05:30 Haukur, Gummi, Bóas, Kristján og Valdi eru Reykjavík!, fingrafaralausasta hljómsveit landsins. mynd/erna ómarsdóttir Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög