Sparka í pung melódíunnar 5. desember 2008 05:30 Haukur, Gummi, Bóas, Kristján og Valdi eru Reykjavík!, fingrafaralausasta hljómsveit landsins. mynd/erna ómarsdóttir Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp