Handbolti

Valur lagði HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.
Einum leik er lokið í N1-deild kvenna í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á HK, 32-28, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 14-14.

Dagný Skúladóttir var markahæst Valsmanna með níu mörk en Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir kom næst með fimm mörk. Drífa Skúladóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir skoruðu fjögur mörk hver.

Hjá HK var Pavla Kulikova markahæst með tíu mörk og Brynja Magnúsdóttir kom næst með átta mörk.

Valur er nú með tíu stig, rétt eins og Haukar sem eiga leik til góða. Stjarnan er enn ósigrað á toppi deildarinnar með tólf stig.

HK er í fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×