„Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet.
Gísli segir stjórnendur IceJet strax hafa verið uggandi um stöðuna hér í fyrra, enda sjáist nú varka einkaþotur í Reykjavík.
„Við getum því miður ekki gefið upp hverjir viðskiptavinirnirnir eru,“ segir Gísli, en kveður hópinn þekktan. „Ekki er of sterkt til orða tekið að nokkrir séu ofarlega á vinsældalistum.“