Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius mun ekki taka þátt á Ólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þetta varð ljóst í dag eftir að hann komst ekki á lista keppenda Suður-Afríkumanna í 4x400 metra hlaupi.
Áður hafði hlauparanum mistekist á ná lágmarkinu í 400 metra hlaupi.
Pistorius er frægur fyrir að hafa komist í fremstu röð á hlaupabrautinni þrátt fyrir fötlun sína, en hann hleypur á gervifótum sem íslenska fyrirtækið Össur hannaði fyrir hann.