Raddaður ævintýraheimur 22. ágúst 2008 06:00 Söngvarinn Robin Pecknold líkir tónlist sveitarinnar við ævintýraheim sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Trausti Júlíusson kynnti sér þetta kornunga band. „Okkar markmið er að vera ævintýragjarnir og trúir sjálfum okkur og hafa gaman af því sem við erum að gera saman," segir Robin Pecknold söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Seattle-sveitarinnar Fleet Foxes, í nýlegu viðtali. Yfirlýsing sem gæti átt við aðra hverja nýstofnaða hljómsveit, en munurinn á Fleet Foxes og öllum hinum er að Fleet Foxes er nýja uppáhaldshljómsveit tónlistaráhugamanna og gagnrýnenda úti um allan heim. Og Robin heldur áfram að lýsa sveitinni: „Það skemmtilegasta sem ég geri í heiminum er að syngja í harmóníu með öðru fólki þannig að vð gerum fullt af því. Við elskum kassagítara, rafmagnsgítara, stórar tom-trommur, mandólín, sílófóna, bassagítara, bassapedala, orgel, píanó, kótó og mest af öllu harmóníur og melódíur. Okkur hefur tekist ætlunarverkið ef við náum að gera lag þar sem öll hljóðfærin eru að gera eitthvað áhugavert og melódískt."ÆskuvinirFleet Foxes er skipuð þeim Robin, Skye Skjelset gítarleikara, Casey Westcott hljómborðsleikara, Josh Tillman trommuleikara og Christian Wargo bassaleikara. Robin og Skye eru æskuvinir og byrjuðu að spila á gítar saman fyrir tíu árum eða svo og ákváðu að stofna hljómsveit. Þeir störfuðu saman undir ýmsum nöfnum, t.d. Lemon/Lime og Pineapple, en fyrir tveimur árum varð Fleet Foxes til. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góða frammistöðu á tónleikum og náðu eyrum útsendara Seattle-plötufyrirtækisins Sub Pop sem gerði við þá samning í fyrra. Fyrsta útgáfan var EP-platan Sun Giant sem kom út í febrúar og fyrsta stóra platan, Fleet Foxes, kom svo út nú í sumar. Líkt við Beach Boys og CSN&YVegur Fleet Foxes upp á stjörnuhimininn hefur verið hraður síðustu vikur og mánuði. Þeir hafa spilað mikið og eru bókaðir út árið og platan hefur fengið dúndurdóma, m.a. fullt hús í Mojo og Guardian og 9/10 hjá Pitchforkmedia. Tónlistin er heillandi þjóðlagaskotið indípopp borið uppi af fínum lagasmíðum og frábærum söng. Henni hefur m.a. verið líkt við Beach Boys; Crosby, Stills, Nash & Young; Band of Horses og annað amerískt nýstirni, Bon Iver. Áhrifin frá tónlist sjöunda áratugarins eru augljós, en skýringuna má finna í því að Robin ólst upp við tónlist foreldra sinna, Bob Dylan, Beach Boys, Neil Young, Simon & Garfunkel og fleiri. Óbyggðir og ævintýriÍ textum Fleet Foxes er mikið talað um óbyggðir, t.d. í Ragged Wood, White Winter Hymnal og Medowlark, ekki beint umhverfið í stórborginni Seattle. Að sögn Robins átti hann við ofnæmisvandamál að stríða þegar hann var unglingur og varð að vera meira og minna inni í þjú ár. Þá sökkti hann sér inn í ímyndaðan heim með því að lesa bækur eins og Lord of the Rings. Hann segir tónist Fleet Foxes vera á einhvern hátt eins og ævintýri sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Trausti Júlíusson kynnti sér þetta kornunga band. „Okkar markmið er að vera ævintýragjarnir og trúir sjálfum okkur og hafa gaman af því sem við erum að gera saman," segir Robin Pecknold söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Seattle-sveitarinnar Fleet Foxes, í nýlegu viðtali. Yfirlýsing sem gæti átt við aðra hverja nýstofnaða hljómsveit, en munurinn á Fleet Foxes og öllum hinum er að Fleet Foxes er nýja uppáhaldshljómsveit tónlistaráhugamanna og gagnrýnenda úti um allan heim. Og Robin heldur áfram að lýsa sveitinni: „Það skemmtilegasta sem ég geri í heiminum er að syngja í harmóníu með öðru fólki þannig að vð gerum fullt af því. Við elskum kassagítara, rafmagnsgítara, stórar tom-trommur, mandólín, sílófóna, bassagítara, bassapedala, orgel, píanó, kótó og mest af öllu harmóníur og melódíur. Okkur hefur tekist ætlunarverkið ef við náum að gera lag þar sem öll hljóðfærin eru að gera eitthvað áhugavert og melódískt."ÆskuvinirFleet Foxes er skipuð þeim Robin, Skye Skjelset gítarleikara, Casey Westcott hljómborðsleikara, Josh Tillman trommuleikara og Christian Wargo bassaleikara. Robin og Skye eru æskuvinir og byrjuðu að spila á gítar saman fyrir tíu árum eða svo og ákváðu að stofna hljómsveit. Þeir störfuðu saman undir ýmsum nöfnum, t.d. Lemon/Lime og Pineapple, en fyrir tveimur árum varð Fleet Foxes til. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góða frammistöðu á tónleikum og náðu eyrum útsendara Seattle-plötufyrirtækisins Sub Pop sem gerði við þá samning í fyrra. Fyrsta útgáfan var EP-platan Sun Giant sem kom út í febrúar og fyrsta stóra platan, Fleet Foxes, kom svo út nú í sumar. Líkt við Beach Boys og CSN&YVegur Fleet Foxes upp á stjörnuhimininn hefur verið hraður síðustu vikur og mánuði. Þeir hafa spilað mikið og eru bókaðir út árið og platan hefur fengið dúndurdóma, m.a. fullt hús í Mojo og Guardian og 9/10 hjá Pitchforkmedia. Tónlistin er heillandi þjóðlagaskotið indípopp borið uppi af fínum lagasmíðum og frábærum söng. Henni hefur m.a. verið líkt við Beach Boys; Crosby, Stills, Nash & Young; Band of Horses og annað amerískt nýstirni, Bon Iver. Áhrifin frá tónlist sjöunda áratugarins eru augljós, en skýringuna má finna í því að Robin ólst upp við tónlist foreldra sinna, Bob Dylan, Beach Boys, Neil Young, Simon & Garfunkel og fleiri. Óbyggðir og ævintýriÍ textum Fleet Foxes er mikið talað um óbyggðir, t.d. í Ragged Wood, White Winter Hymnal og Medowlark, ekki beint umhverfið í stórborginni Seattle. Að sögn Robins átti hann við ofnæmisvandamál að stríða þegar hann var unglingur og varð að vera meira og minna inni í þjú ár. Þá sökkti hann sér inn í ímyndaðan heim með því að lesa bækur eins og Lord of the Rings. Hann segir tónist Fleet Foxes vera á einhvern hátt eins og ævintýri sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög